Skólinn

Fossvogsskóli er hverfisskóli staðsettur í Fossvogsdalnum þar sem eru greiðar göngu- og hjólaleiðir í einu fallegasta útivistarsvæði borgarinnar; Elliðaárdalinn og Nauthólsvíkina. Nemendafjöldi er um 350 í 1.–7. bekk og starfsmenn eru rúmlega 50. 8.–10. bekkur er í Réttarholtsskóla.
Fossvogsskóli hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Hann er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar og verkefni um Heilsueflandi grunnskóla. Í skólanum er unnið með læsi á fjölbreytilegan máta og byggt er á teymiskennslu og samvinnu kennara. Fossvogsskóli vinnur í anda Uppbyggingarstefnu um uppeldi til ábyrgðar og áhersla er á verk- og listgreinar, útivist og fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf.
Frístundaheimilið Neðstaland er starfrækt í Fossvogsskóla fyrir nemendur í 1.–4. bekk. Eldri nemendur fara í félagsmiðstöðina Bústaði sem staðsett er í Bústaðakirkju.
Skólastjórnendur
- Skólastjóri er María Helen Eiðsdóttir
- Aðstoðarskólastjóri er Svava Björk Ásgeirsdóttir
- Námsráðgjafi er Guðrún Björg Karlsdóttir
- Deildarstjóri stoðþjónustu er Lína Dögg Halldórsdóttir
- Deildarstjóri fagstarfs er Sesselja Guðrún Guðjónsdóttir
- Skólafélagsráðgjafi er Brynja Ólafsdóttir
- Þroskaþjálfi er Guðný Ström Hannesdóttir
- Talmeinafræðingur er Kristjana Harðardóttir
- Skólahjúkrunarfræðingur er Gunnhildur Viðarsdóttir
Skólastarfið
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Fossvogsskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
- Starfsáætlun 2024-2025
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Fossvogsskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi.
- Skoða skólanámskrá
Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.
Skólaráð Fossvogsskóla
- Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, skólastjóri
- María Helen Eiðsdóttir, aðstoðarskólastjóri
- Helena Rósa Róbertsdóttir, skrifstofustjóri
- Gísli Sigurðarson, kennari
- Margrét Birna Garðarsdóttir, kennari
- Kristín María Reynisdóttir, forstöðumaður Neðstalands
- Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla
- Unnur Björnsdóttir, varaformaður Foreldrafélags Fossvogsskóla
- Tindra Gná Daðadóttir, nemandi
- Emilía Ásgeirsdóttir, nemandi
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

Skólareglur
Hver grunnskóli skal setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólareglur Fossvogsskóla skiptast í tíu flokka. Þær gilda alls staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans.
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Skólahverfi
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Fossvogsskóla.